Lausar stöður við Grunnskólann í Hveragerði

skrifað 14. apr 2015
byrjar 27. apr 2015
 
Viska Virðing VináttaViska Virðing Vinátta

Laus störf fyrir skólaárið 2015 - 2016
Við Grunnskólann í Hveragerði er laus staða umsjónarkennara á yngsta stigi, 90-100% staða og einnig vantar tónmenntakennara í 60-70% stöðu.
Gerð er krafa um kennsluréttindi og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi.
Einkunnarorð skólans eru: viska, virðing og vinátta og við leggjum metnað í að áhrif þeirra séu augljós í daglegu starfi. Skólinn flaggar Grænfánanum, starfar eftir hugmyndafræði Olweusaráætlunarinnar gegn einelti og er að stíga sín fyrstu skref sem þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar.

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl nk.
Upplýsingar um störfin veitir Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri, fanney@hveragerdi.is og í síma 483-4350.