Landsmót 50+ haldið í Hveragerði 2017

skrifað 07. ágú 2015
Landsmót UMFÍ 50+Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Hveragerði árið 2017.

Þetta kom fram við setningu Landsmóts 50+ á Blönduósi á dögunum en þar tilkynnti Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, að mótið árið 2017 verði haldið í Hveragerði.

Þetta verður í fyrsta sinn sem mótið verður haldið á sambandssvæði HSK.

Bæjarráð fagnaði ákvörðun UMFÍ á síðasta fundi og lýsti yfir tilhlökkun til samstarfsins við UMFÍ og HSK um mótshaldið.

Af heimasíðu UMFÍ: Mótið er skemmtileg viðbót í „landsmótsflóru“ UMFÍ en eins og nafnið bendir til þá er mótið fyrir þá sem er 50 ára og eldri. Eins og önnur landsmót þá er það íþróttakeppnin sem skipar stærstan sess á mótinu en síðan eru það fjölmargir viðburðir sem skreyta dagskrána. Lögð er áhersla á að þátttakendur hafi gaman og skemmti sér á mótinu.