Ljósmyndasamkeppni unglinga

skrifað 02. ágú 2012
Blóm í bæ 2012.

Mynd:  Aldís Hafsteinsdóttir. Blóm í bæ 2012. Mynd: Aldís Hafsteinsdóttir.

Í ár var bryddað upp á nýjung fyrir unglingana í bænum, ljósmyndakeppni. Hugmyndina lögðu unglingar sjálfir til í Heimskaffinu sem haldið var í Grunnskólanum nú í byrjun maí.

„BLÓM Í BÆ, SÉÐ MEÐ MÍNUM AUGUM“ er yfirskrift keppninnar og þeir hafa keppnisrétt sem luku 8. 9. og 10. bekk í vor. Eins og bæjarbúar vita var sýningin mjög litskrúðug og skemmtilegt myndefni í hverju skoti.

Tímabil myndatöku var 20. – 24. júní (undirbúningur fyrir sýningu og sýningardagarnir). Þátttakendur eiga að skila inn keppnismyndum dagana 7. – 10. ágúst á bæjarskrifstofu og úrslitin verða kunngjörð á Blómstrandi dögum. Merkja skal myndirnar með númeri, setja skal nafn ljósmyndarans í umslag, loka því og skrifa gefið númer framan á. Innsendar myndir verða til sýnis á Blómstrandi dögum.

Keppt verður í stökum myndum og í myndaröð (að hámarki 7 myndir) þar sem þráður tengir allar myndir saman. Vegleg verðlaun.

Endilega munið eftir að skila myndunum á bæjarskrifstofuna í næstu viku !