Skipulagslýsing Áhólmar Ölfusdal

skrifað 20. nóv 2013
Gríðarleg aukning hefur orðið á umferð inn í Reykjadal en upphaf gönguleiðarinnar er innst í Ölfusdal. Gríðarleg aukning hefur orðið á umferð inn í Reykjadal en upphaf gönguleiðarinnar er innst í Ölfusdal.

Árhólmar - Nýtt deiliskipulag á svæði innst í Ölfusdal.

Áhugi ferðamanna og útivistarfólks á Reykjadalnum hefur farið vaxandi ár frá ári enda gönguleiðin að verða sú þekktasta hér í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Nú er svo komið að ekki verður hjá því komist að bæta alla aðstöðu, bæði í dalnum sjálfum og við bílastæði við Hengladalaá í Ölfusdal.

Undanfarin tvö sumur hafa sveitarfélögin Hveragerði og Ölfus í samstarfi við Eldhesta og Landbúnaðaháskólann, unnið að úrbótum á gönguleiðinni inn í Reykjadal. Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu gönguleiðarinnar og einnig bættri aðstöðu við baðstaðina innst í Reykjadal.

Hveragerðisbær áformar að bæta einnig aðstöðu ferðamanna á svæði innst í Ölfusdal þar sem nú er lítið bílastæði og veitingastaðurinn Dalakaffi.

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu, sem byggi á stefnumörkun gildandi aðalskipulags. Teiknistofan Landform ehf. hefur gert lýsingu á fyrirhuguðu deiliskipulagi svæðisins sem er í samræmi áherslur bæjarstjórnar.

Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins yrðu:

  • Tjaldsvæði meðfram bökkum Hengladalaár, ásamt litlum smáhýsum og salernishúsi
  • Þjónustumiðstöð
  • Bílastæði og stígar
  • Breytt aðkoma að Varmá og inngöngu í Reykjadal og Grændal

Bæjarstjórn auglýsir hér með deiliskipulagslýsinguna og í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin var kynnt fyrir almenningi með sérstakri kynningu, sem haldin var þriðjudaginn 26. nóvember á bæjarskrifstofunni.

Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri.

Með því að smella á þennan tengil má kynna sér nánar skipulagslýsingu svæðsins.