Kvennahlaup og karlarnir með

skrifað 18. jún 2012
Hitað upp fyrir kvennahlaupið. Hitað upp fyrir kvennahlaupið.

Kvennahlaupið fór fram síðastliðinn laugardag í mildu en afar röku veðri. Góður hópur kvenna á öllum aldir gekk eða hljóp hring í bæjarfélaginu og þegar í mark var komið fengu þátttakendur ís frá Kjörís, vatn og verðlaunapening. Þeir sem vildu gátu síðan farið ókeypis í sund. Karlarnir fengu að vera með einnig en nú var karlrembuhlaupið endurvakið og tóku þónokkrir karlar þátt í því. Bolir karlanna vöktu mikla athygli en þar náði karlremban nýjum hæðum.

Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar þennan dag.

Nokkrir vaskir karlar sem tóku þátt í karlrembuhlaupinu. Músíkbíllinn bilaði og þurfti að ýta honum í gang.