Kurteisir nemendur

skrifað 18. feb 2014
Kurteisir nemendur í 2Kurteisir nemendur í 2

Grunnskólinn í Hveragerði, nánar tiltekið, 2. bekkur, er með skemmtilegt verkefni í gangi þessa dagana. Það er verið að leggja áherslu á jákvæða hegðun gegn hvatningu og umbun. Ákveðið orð er tekið fyrir hverja viku og unnið sérstaklega með það. Í þessari viku var orðið „kurteisi“. Nemendur vönduðu sig í að biðja fallega, þakka fyrir sig og sýna almenna kurteisi í skólanum.

Nemendur sem fengu viðurkenningu – orðu, þessa vikuna voru: (frá vinstri) Jörundur Ísak Stefánsson, Maríus Kristján Bergþórsson, Lúkas Aron Stefánsson og Ástráður Hreinn Þórsson.

Næstu vikur verður unnið með orðin: umgengni, umhyggju, jákvæðni, stundvísi, lestur og hjálpsemi.

Fréttin er tekin af síðunni: "Jákvæðar fregnir úr Hveragerði" á Facebook.