Könnun um gjaldtöku á ferðamannastöðum

skrifað 29. jan 2014
Upphaf gönguleiðar inn í Reykjadal. Upphaf gönguleiðar inn í Reykjadal.

Þessa dagana standa SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, fyrir viðhorfskönnun á meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þessi umræða er m.a. í gangi á Alþingi og í ráðuneyti ferðamála og á mikið erindi við Sunnlendinga enda er Suðurland eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. Það skiptir verulega máli fyrir landshlutann að afrakstur gjaldtökunnar muni skila sér í auknum fjármunum til uppbyggingar og verndunar á ferðamannastöðum á Suðurlandi. Það er tímabært að rödd okkar Sunnlendinga heyrist. Þess vegna hefur verið ákveðið að kanna viðhorf Sunnlendinga /sunnlenskra ferðaþjónustuaðila til gjaldtöku á ferðamannastöðum. Hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan:

https://www.surveymonkey.com/s/HR8SHNQ

Takk fyrir þátttökuna!