Kökumeistari 2012

skrifað 26. jún 2012
Guðmundur Þór Guðjónsson, bæjarfulltrúi, Sigurbjörg og Már, Ágústa, Emil Örn og Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður bæjarráðs. Guðmundur Þór Guðjónsson, bæjarfulltrúi, Sigurbjörg og Már, Ágústa, Emil Örn og Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður bæjarráðs.

Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir bar sigur úr býtum í keppni um bestu blómakökuna sem fram fór á sýningunni Blóm í bæ um síðastliðna helgi.

Fjöldi samkeppna fór fram á Garðyrkju og blómasýningunni Blóm í bæ og meðal annars var besta blómakakan valin. Í ár átti að nota jarðarber í kökuna en í fyrra var það rabbarbari sem var aðal innihaldsefni blómakökunnar. Almar bakari stóð fyrir keppninni og útvegaði glæsileg verðlaun sem sigurvegararnir hlutu.

Keppnin var hörð og átti dómnefnd í mestu vandræðum með að gera uppá milli þeirra kakna sem bárust í keppnina. En að lokum stóðu sigurvegararnir eftir en þeir eru:

1. sæti Ágúst G. Sigurbjörnsdóttir 2. sæti Emil Örn Valgarðsson 3. sæti Sigurbjörg Hlöðversdóttir og Már Guðmundsson

Um leið og við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna óskum við sigurvegurunum innilega til hamingju með árangurinn.