Kirkjan við veginn - Tónlistarkvöld

skrifað 12. júl 2013
byrjar 26. júl 2013
 

Kirkjan við veginn býður gesti velkomna þriðja sumarið í röð.

Tónlistar- fræðslu- og helgistundir verða á föstudagskvöldum kl. 20:00, í Kotstrandarkirkju 12. og 26. júlí og í Hveragerðiskirkju 16. ágúst.

Flytjendur tónlistar verða þeir sömu og undanfarin ár, Hulda Jónsdóttir, Ragnar Jónsson og Gyða Þ. Halldórsdóttir, sem leika á fiðlu, selló og orgel.

Kotstrandarkirkja í Ölfusi er fagurt guðshús í alfaraleið, miðja vega milli Hveragerðis og Selfoss, sem fjölmargir vegfarendur dást að, en færri hafa séð eða heimsótt.

“Kirkjan við veginn” hefur þann tilgang m.a að gefa vegfarendum tækifæri til þess að staldra við á leið sinni, þiggja fræðslu um kirkjuna og söguna, njóta tónlistar og taka þátt í aðgengilegu helgihaldi.

Verkefnið er styrkt af Suðurprófastsdæmi