Forsætisráðherra Kína í heimsókn

skrifað 25. apr 2012
Guðmundur Þór Guðjónsson, bæjarfulltrúi, Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína og Eyþór H. Ólafssin, forseti bæjarstjórnar. Guðmundur Þór Guðjónsson, bæjarfulltrúi, Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína og Eyþór H. Ólafssin, forseti bæjarstjórnar.

Ákvörðun um heimsókn kínverska forsætisráðherrans, Wen Jiabao, hingað til Hveragerðis síðastliðinn laugardag var tekin með afar stuttum fyrirvara þegar í ljós kom að hann og fylgdarlið hans fengi ekki aðgang að Kerinu í Grímsnesi.

Hvergerðingar fengu um hálftíma fyrirvara til að undirbúa móttöku fyrir forsætisráðherrann og kom sér þá vel að heimamenn eru öllu vanir þegar kemur að móttöku erlendra gesta. Sigurdís Guðjónsdóttir, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands og Elínborg H. Ólafsdóttir undirbjuggu móttöku í Hveragarðinum og Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Þór Guðjónsson, bæjarfulltrúi tóku á móti hópnum sem fulltrúar bæjarins. Tókst móttakan vonum framar en einnig heimsótti hópurinn veitingastaðinn Kjöt og kúnst þar sem hveraeldhúsið vakti óskipta aðdáun hinna erlendu gesta.

Á meðfylgjandi myndum má annars vegna sjá þá Eyþór og Guðmund með Wen Jiabao og hins vegar þar sem Sigurdís útskýrir fyrir forsætisráðherranum eðli hveranna í Hveragarðinum.

Sigurdís, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar fræðir gestina um Hveragarðinn.