Karlmaður í fyrsta sinn formaður

skrifað 23. feb 2016
Gísli GarðarssonGísli Garðarsson

Með kjöri Gísla Garðarssonar sem formanns í Félagi eldri borgara í Hveragerði er brotið blað í 33 ára sögu félagsins þar sem karlmaður hefur aldrei áður gegnt embætti formanns.


Með kjöri Gísla Garðarssonar sem formanns í Félagi eldri borgara í Hveragerði er brotið blað í 33 ára sögu félagsins þar sem karlmaður hefur aldrei áður gegnt embætti formanns.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 11. febrúar s.l. voru aðrir í stjórn kosnir Kristín Dagbjartsdóttir, Egill Gústafsson, Guðmundur Karl Þorbjörnsson og Jónína Haraldsdóttir. Í varastjórn eru áfram þau: Helga Baldursdóttir og Helgi Kristmundsson.

Félag eldri borgara í Hveragerði stendur fyrir öflugu og fjölbreyttu félagsstarfi sem allir ættu að kynna sér vel. Félagið er öllum opið 60 ára og eldri og yngri félagar mega einnig gjarnan taka þátt sbr. 2. kafla laga félagsins:

"Almenna félagsaðild eiga allir þeir sem búa í Hveragerði og nágrenni og hafa náð 60 ára aldri og/eða eftirlaunaaldri sé hann fyrr. Makar félagsmanna eiga rétt á aðild að félaginu óháð aldri þeirra. Einstaklingar, félög og fyrirtæki geta orðið styrktaraðilar að félaginu. Styrktaraðilar hafa þó ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins."

Það er fróðlegt að kynna sér sögu Félags eldri borgara en hana hefur Jóhann Gunnarsson tekið saman og birt á heimasíðu félagsins. Saga Félags eldri borgara í Hveragerði.