Jólaviðburðadagatal 2011

skrifað 17. nóv 2011

Þrátt fyrir að veðurfarslega sé fátt sem minnir á jólin þá er það nú samt þannig að jólahátíðin nálgast nú óðfluga og fyrsti sunnudagur í aðventu er um aðra helgi.

Venju samkvæmt fögnum við Hvergerðingar jólum með margvíslegum hætti. Jólaljósin týnast nú upp eitt af öðru og lýsa upp skammdegið. Fjölmargir viðburðir eru framundan á aðventunni og til að gera íbúum auðveldara að fylgjast með þeim hefur verið gefinn út bæklingur með þeim viðburðum sem nú þegar liggja fyrir. Ljóst er að engum á að þurfa að leiðast á næstunni því nóg er á dagskrá.

Hinir árlegu jólagluggar munu einnig opna einn af öðrum á aðventunni og telja þannig niður til jóla. Í þeim eru faldir bókstafir sem mynda setningu og eiga fundvísir Hvergerðingar kost á verðlaunum fyrir réttar lausnir á þeirri gátu.

En njótum aðventunnar saman og fögnum hvert með öðru í bænum okkar. Viðburðadagatal til jóla má sjá hér.