Jólatréð komið á miðbæjartorgið

skrifað 24. nóv 2011
Jólatréð í ár kemur úr garðinum við Axelshús á Reykjum.Jólatréð í ár kemur úr garðinum við Axelshús á Reykjum.

Nú er verið að vinna við uppsetningu jólatrésins á miðbæjartorginu en ljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn á fyrsta sunnudegi í aðventu 27. nóvember næstkomandi.

Jólasveinarnir taka forskot á sæluna og mæta úr Reykjafjalli en heyrst hefur að þeir hafi fengið sérstakt bæjarleyfi hjá Grýlu. Skátarnir bjóða uppá kakó og tendra eld við skátaheimilið sem stendur við torgið.

Það er von okkar að sem flestir mæti og taki þátt í gleðinni.

Nú skal Hannes saga niður tréð !Á myndinni er garðeigandinn Maria Irena Martin og Jóhanna M. Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi.Með Mariu og Jóhönnu á myndinni eru starfsmenn Áhaldahúss, talið frá vinstri Guðmundur Pétursson, Hannes Pétur Guðmundsson og Árni Svavarsson en þeir eiga veg og vanda að fallega skreyttum bænum.