Jólatréð kemur úr Borgarhrauninu

skrifað 29. nóv 2012
Starfsmenn áhaldahúss sjá um jólaskreytingar bæjarins.  Hér njóta þeir liðsinnis Nella.Starfsmenn áhaldahúss sjá um jólaskreytingar bæjarins. Hér njóta þeir liðsinnis Nella.

Stærðarinnar grenitré var fellt í Borgarhrauni í dag og flutt í Smágarðana við Breiðumörk þar sem það mun þjóna sem jólatré bæjarbúa í ár.

Það voru hjónin Björn Friðriksson og Lilja G. Ólafsdóttir að Borgarhrauni 6 sem gáfu tréð í ár og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Það var óneitanlega tilkomumikil sjón að sjá þegar tréð var flutt og er ekki að efa að þau Bjössi og Lilja munu nú njóta mun meira sólar í garðinum sínum en áður var.

Kveikt verður á ljósum á jólatrénu í Smágörðunum næstkomandi sunnudag kl. 17. Skátarnir munu bjóða viðstöddum uppá heitt kakó og kruðerí og svo munu jólasveinarnir úr Reykjafjalli væntanlega líta við á svæðinu.

Allir eru hvattir til að mæta.

Bæjarstjóri

Farið að halla !Komið af stað !Virkar ekki mjög stórt þarna !