Jólakveðja Hveragerðisbæjar 2019

skrifað 23. des 2019
Jólakortið 2019

Með þessari fallegu mynd sendum við Hvergerðingum og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól, farsæld og frið á komandi ári.

Þökkum ánægjulegar samverustundir og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Bæjarstjórn og starfsmenn bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar

Myndin sem í ár prýðir einnig jólakort bæjarins er tekin á fallegu vetrarkvöldi af Ástu Magnúsdóttur og sýnir hún bæjarfjallið okkar Reykjafjall baðað norðurljósum og ljósum bæjarins.