Jólagluggarnir opna einn af öðrum

skrifað 20. des 2012
Börnin á Undralandi sungu jólalög fyrir framan englagluggann sinn.Börnin á Undralandi sungu jólalög fyrir framan englagluggann sinn.

Á hverjum degi opnar einn nýr jólagluggi í bænum og fylgjast börnin afar vel með hvernig gluggarnir eru skreyttir.

Á hverjum degi opnar einn nýr jólagluggi í bænum og fylgjast börnin afar vel með hvernig gluggarnir eru skreyttir.

Nýlega opnuðu börnin á Leikskólanum Óskalandi sinn glugga, sem innihélt jólatré, og það sama gerðu einnig börnin á Leikskólanum Undralandi, en þar var þemað englar.

Börnin söfnuðust í báðum tilfellum saman fyrir framan gluggann sinn og sungu jólalag.

Frá Undralandi komu þessar upplýsingar um gluggann: Þemað er englaþema og er glugginn að mestu unninn af börnum leikskólans.

Í texta sem fylgir glugganum segir:

"Engill er æðri vera, verndarengill Hann er boðberi Krists og alls hins góða sem í okkur býr."

Allir eru hvattir til að leita að gluggunum og taka þátt í jólaorðaleiknum sem löngu er orðinn árviss hefð. Vinningurinn er afar glæsilegur í ár en hann er gefinn af rekstraraðilum í Hveragerði.

Óskalands börn bíða eftir að glugginn opni.Þessir brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndarann.