Jólaföndur á Undralandi

skrifað 06. des 2012
Segulkubbarnir frá Foreldrafélaginu eru vinsælir. Segulkubbarnir frá Foreldrafélaginu eru vinsælir.

Í dag er jólaföndur í leikskólanum Undralandi og að venju eru foreldrar duglegir að mæta með börnum sínum og eiga huggulega stund við að föndra. Hugmyndaflugið er greinilega vel virkt í þessum stundum og ýmsir munir búnir til sem nýtast til skreytinga heima fyrir.

Á afmæli leikskólans í haust fékk skólinn veglega peningagjöf frá foreldrafélagi leikskólans. Nú eru segulkubbarnir sem keyptir voru fyrir peninginn komnir í hús og börnin farin að prófa sig áfram með kubbana.

Jólakveðja Ingveldur

Leikið með kubbana. Föndrað fyrir jólin.