Jólaflíkin 2014 og jólaglugga-leikur

skrifað 19. des 2014
Jólapeysa með skemmtilegum hreindýrs herðapúðumJólapeysa með skemmtilegum hreindýrs herðapúðum

Margar skemmtilegar flíkur bárust í keppnina jólaflíkin 2014. Flíkurnar verða til sýnis á Bókasafninu eftir áramót og verða veittar viðurkenningar til vinningshafa í Prjónakaffi þann 5. janúar 2015.

Myndir af jólaflíkunum eru hér á síðunni einnig eru þær á facebook síðu Hveragerðisbæjar.

Minnum á jólaorðaleikinn í jólagluggunum.

17 orð eru falin í nokkrum jólagluggum. Raðið upp þannig að orðin myndi fallega jólavísu eftir Jóhannes úr Kötlum. Athugið að 2 orð geta verið í sumum jólagluggum. Upplagt að fjölskyldan fari saman í göngutúr og safni saman orðunum og raði þeim síðan upp. Góða skemmtun og gleðilega hátíð.

Rétta lausnarorðið birtist á heimasíðu bæjarins á nýju ári.

Jólaleg slaufahandprjónuð jólapeysaSkreytt jólasláSkreytt jólapeysa með jólaseríuJólalegur trefillJólaleg hettupeysa