Senn koma jólin

skrifað 21. nóv 2018
Jólaljósin verða tendruð 2.desember kl.17

Hið árlega jóladagatal Hvergerðinga, Jól í bæ, er tilbúið og verður borið út til bæjarbúa í byrjun næstu viku. Þar eru upplýsingar um alla þá viðburði sem verða í boði í kringum jólahátíðina.

Starfsmenn áhaldahúss eru í óðaönn að setja upp jólaseríur og jólaljósin í bænum farin að ljóma.

Jólahátíðin „Jól í bæ“ er samstarfsverkefni allra sem í bænum búa og leggjum við metnað í að gera bæinn okkar sem hátíðlegastan með jólaljósum og skreytingum.

Njótið jólaundirbúnings og samveru fjölskyldunnar um hátíðarnar. Það er tilvalið að heimsækja þjónustuaðila og njóta í heimabyggð í aðdraganda jóla.

Menningar- og frístundafulltrúi