Jól í bæ - viðburðir

skrifað 22. nóv 2019
Jólatré í smágörðunum

Jól í bæ - Viðburðadagatal Hveragerðisbæjar fyrir jólin 2019 er komið í loftið!

Hið árlega jóladagatal Hvergerðinga, Jól í bæ, er tilbúið og verður borið út á næstu dögum en þar eru upplýsingar um alla þá viðburði sem verða í boði í kringum jólahátíðina. Starfsmenn áhaldahúss eru í óðaönn að setja upp jólaseríur og jólaljósin í bænum farin að ljóma. Jólahátíðin „Jól í bæ“ er samstarfsverkefni allra sem í bænum búa og leggjum við metnað í að gera bæinn okkar sem hátíðlegastan með jólaljósum og skreytingum.

Jólaljósin tendruð á jólatré bæjarins

Fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember verða jólaljósin tendruð á stóra jólatrénu í Smágörðunum. Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í Smágörðunum og munu jólasveinar úr Reykjafjalli fá bæjarleyfi hjá Grýlu. Krakkar úr Grunnskólanum syngja undir stjórn Dagnýjar Höllu.

Það er nóg um að vera hjá okkur fyrir jólin Jól í bæ - 2019

Eigið ánægustundir við undirbúning jólanna