Jarðskjálftavarnir - smáskjálftar

skrifað 26. sep 2013

Undanfarna daga hefur orðið vart við smáskjálftavirkni við Húsmúla en þar á sér stað niðurrennsli á vegum Orkuveitu Reykjavíkur.
Skjálftarnir hafa verið mjög litlir og varla fundist hér í bæjarfélaginu og virðist sem mjög hafi nú dregið úr þeim.

Ástæða þessa er að sögn Orkuveitunnar sú að undanfarið hafa verið gerðar þrepaprófanir á niðurrennslisholunum en þeim hefur nú verið hætt í bili. Einnig hefur orðið breyting á vinnsluferli sem olli kælingu á niðurrennslisvatninu sem einnig gæti hafa orsakað þessa smáskjálfta.

Í ljósi þess að við Íslendingar búum vel flest á virkum jarðskjálftasvæðum er rétt að rifja upp reglulega varnir gegn jarðskjálftum. Þær má finna á heimasíðu Almannavarna ríkissins. http://almannavarnir.is/default.asp?cat_id=102