Íþróttamaður ársins 2019

skrifað 16. des 2019
íþróttamaður ársins 2019

Á fundi Menningar, íþrótta og frístundanefndar þann 9. desember síðastliðinn, var ákveðið hvaða íþróttamenn hljóti viðurkenningar og verða í kjöri íþróttamanns ársins 2019 í Hveragerðisbæ.

Sjö íþróttamenn eru í kjöri:

Bjarki Rúnar Jónínuson fyrir góðan árangur í knattspyrnu
Björn Ásgeir Ásgeirsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
Erlingur Arthúrsson fyrir góðan árangur í golfi
Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
Margrét Guanbing Hu fyrir góðan árangur í badminton
Rakel Hlynsdóttir fyrir góðan árangur í lyftingum
Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí

Einnig verða Íslandsmeistarar og landsliðsmenn á árinu 2019 heiðraðir sérstaklega.

Athöfnin verður í Listasafni Árnesinga 27.desember 2019 og eru allir hjartanlega velkomnir.