Íris valin íþróttamaður Hamars 2011

skrifað 04. mar 2012
IMG_0130IMG_0130

Körfuknattleikskonan Íris Ásgeirsdóttir var valin íþróttamaður Hamars árið 2011 og Hjalti Helgason kjörinn nýr formaður á aðalfundi félagsins sem fram fór sunnudaginn 4. mars.

Körfuknattleikskonan Íris Ásgeirsdóttir var valin íþróttamaður Hamars árið 2011 á aðalfundi félagsins sem fram fór í dag, sunnudaginn 4. mars. Auk hennar voru valdir íþróttamenn einstakra deilda en þeir eru: Imesha Chaturanga, badminton, Arnar Eldon, fimleikar, Ingþór Björgvinsson, knattspyrna, Laufey Rún Þorsteinsdóttir, sund, Hugrún Ólafsdóttir, blak og Sigríður E. Sigmundsdóttir, hlaupari.

Eru þessir góðu íþróttamenn vel að titlum sínum komnir en þeir hafa allir sýnt elju og dugnað við æfingar og uppskorið samræmi við það. Það er gaman að segja frá því að bæði Imesha og Íris voru valin af HSK íþróttamenn ársins í sinni íþróttagrein.

Á aðalfundinum var kjörinn nýr formaður, Hjalti Helgason, er tók við af Guðríðu Aadnegaard sem lét nú af störfum eftir 10 ár í embætti. Auk hennar gengu úr stjórn þeir Kent Lauritzen og Anton Tómasson og voru þeim þökkuð góð störf í þágu Íþróttafélagsins Hamars. Auk Hjalta sitja nú í nýrri stjórn Hamars þau Erla Pálmadóttir, Valdimar Hafsteinsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Hallur Hróarsson.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðalfundinum .

IMG_0127IMG_0136