Iðjuþjálfi óskast
Iðjuþjálfi óskast til starfa í leikskólum Hveragerðisbæjar frá 1. janúar 2020.
Um er að ræða fullt starf sem skiptist eftir þörfum milli leikskólanna Óskalands og Undralands.
Helstu verkefni og ábyrgð:
* Að meta þroska barna í samvinnu við kennara og sérkennslustjóra
* Að vera ráðgefandi um þroska og nám barna
* Að annast þjálfun barna
* Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
* Að standa vörð um nám og velferð barna
* Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samstarfi við sérkennslustjóra/yfirþroskaþjálfa
* Að taka þátt í öðrum verkefnum innan leikskólanna eftir þörfum
Hæfniskröfur:
* Leyfisbréf sem iðjuþjálfi
* Reynsla af vinnu með börnum með fötlun æskileg
* Góð samskipta- og skipulagshæfni
* Áhugi á samvinnu
* Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
* Gott vald á íslenskri tungu
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi IÞÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 15.des 2019.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn ásamt starfsferilsskrá til leikskólastjóra sem jafnframt veita nánari upplýsingar;
Anna Erla Valdimarsdóttir í síma 488-4551 og annaerla@hveragerdi.is
Gunnvör Kolbeinsdóttir í síma 483-4139 og gunnvor@hveragerdi.is
fleiri tilkynningar
-
06. des 2019Umhverfisvæn jól á Bókasafninu
-
26. nóv 2019Aðventuhelgi í Rósagarðinum
-
06. des 2019Opnar vinnustofur Egilstöðum við Skólamörk
-
03. des 2019Jólastemming í Sundlauginni Laugaskarði
-
06. des 2019Jöklu pop-up í Skyrgerðinni
-
06. des 2019Tröllasmiðja með Baniprosonno
-
05. des 2019Íbúafundur um Friðarstaði og Ás svæðið.
-
22. nóv 2019Hveragerðisbær auglýsir eftir félagsráðgjafa til starfa
-
05. des 2019Skrifstofu Hveragerðisbæjar vantar starfsmann!