Hvergerðingar aldrei fleiri

skrifað 06. jan 2016
Í smágörðunum árið 2015Í smágörðunum árið 2015

Elst Hvergerðinga er Guðbjörg Runólfsdóttir en hún er 99 ára og 163 dögum betur. Árgangur 1989 er fjölmennastur í bænum en þau eru 44 talsins. Árið 2015 fæddust 33 börn sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjarfélaginu sínu.


Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum úr þjóðskrá þann 1 janúar 2016 eru íbúar í Hveragerði nú 2.462 en voru 2.387 fyrir 12 mánuðum. Er þetta aukning um 75 íbúa eða 3,14%.

Elstir Hvergerðinga eru tvær konur, þær Guðbjörg Runólfsdóttir sem er 99 ára en næst elst er Regína Guðmundsdóttir en hún er 97 ára. Fjórtán Hvergerðingar eru komnir yfir nírætt og munu fimm bætast í þann hóp á árinu 2016 ef Guð lofar.

Börn fædd á árinu 2015 eru 33.

Fjölmennastir Hvergerðinga eru einstaklingar fæddir árið 1989 eða 44. Fast á hæla þeirra er árgangur fæddur 1996 en þau eru 43. Þriðji fjölmennasti árgangur bæjarins er fæddur árið 1950 en þau eru 42. 41 íbúi er fæddur árið 2000 og 40 íbúar eru í árgangi fæddum árið 1997. Árgangar fæddir árið 1952, 1960 og 1964 raða sér einnig á toppinn en þau eru 39 í hverjum.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri