Hveragerðisbær auglýsir eftir félagsráðgjafa til starfa

skrifað 22. nóv 2019
byrjar 16. des 2019
 

Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá Hveragerðisbæ. Um er að ræða 50% starf frá og með 1. janúar 2020 eða samkvæmt samkomulagi. Samstarf er milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði skóla- og velferðarþjónustu og er sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd á samstarfssvæðinu. Einn forstöðumaður hefur yfirumsjón með faglegu starfi og ráðgjöf. Sveitarfélögin bjóða upp á fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála, svigrúm til nýrra verkefna og vinnubragða.

Helstu verkefni starfsins eru:
* Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
* Barnavernd
* Önnur verkefni sem falla undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga

Hæfniskröfur:
* Félagsráðgjafamenntun
* Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
* Lipurð í mannlegum samskiptum
* Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
* Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist til Ragnheiðar Hergeirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings á netfangið ragnheidur@arnesthing.is fyrir 16. desember 2019.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Félagsráðgjafi óskast