Íbúakönnun um miðbæ

skrifað 25. júl 2013

Nú hafa væntanlega allir íbúar Hveragerðisbæjar 15 ára og eldri fengið til sín bréf þar kynnt er íbúakönnun sem er hluti af meistararitgerð Berglindar Sigurðardóttur.

Íbúakönnuninni er hægt að svara á veraldarvefnum, slóðin er:

http://www.kannanir.is/hveragerdi

Íbúar hafa fengið sent bréf þar sem könnunin er kynnt nánar. Í því er kóði sem notaður er til skráningar inn á könnunina.

Íbúakönnunin verður opin til 19. ágúst.

Miklu máli skiptir að fá góða þátttöku upp á marktækar niðurstöður. Aðeins tekur um 3 mínútur að svara könnunni. Allar upplýsingar úr könnuninni munu einungis verða nýttar í þetta eina verkefni. Rétt er að taka fram að nafn þitt kemur hvergi fram í gögnum og mun þátttöku þinnar í þessari rannsókn hvergi verða getið. Kóðinn sem þú notar til að skrá þig inn með er ekki geymdur með svörunum og það er engin leið að tengja aðgangsorðin við svörin þín.

Þessi könnun er send á alla Hvergerðinga sem eru 15 ára og eldri og eru búsettir í Hveragerði.