Hreinsistöð, deiliskipulagstillaga

skrifað 17. des 2019
byrjar 31. jan 2020
 

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. desember 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hreinsistöðvar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulagssvæðið, sem staðsett er sunnan Suðurlandsvegar og austan Þorlákshafnarvegar, afmarkast af helgunarsvæði Suðurlandsvegar til norðurs, Varmá til austurs, landi Öxnalækjar til suðurs og athafnarsvæði við Vorsabæ til vesturs. Tillagan felur m.a. í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum og aðkomu að svæðinu.

Breytingartillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og er þar til sýnis frá og með föstudeginum 20. desember 2019 til föstudagsins 31. janúar 2020.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi mánudaginn 3. febrúar 2020, annaðhvort á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Hreinsistöð deiliskipulagstillaga