Hraðasti bær í heimi

skrifað 14. júl 2014
Gaqnaveita Reykjavíkur sér um lagningu ljósleiðarans. Gaqnaveita Reykjavíkur sér um lagningu ljósleiðarans.

Nú er unnið hörðum höndum að því að leggja ljósleiðara í þau hús sem þess óska í þéttbýli Hveragerðis.

Nú er unnið hörðum höndum að því að leggja ljósleiðara í þau hús sem þess óska í þéttbýli Hveragerðis. Ljósleiðarinn verður lagður í allar götur og því er möguleikinn á tengingum nú til staðar. Er lagning ljóstleiðarans, bæjarfélaginu og íbúum að kostnaðarlausu en framkvæmdin var hluti af samkomulagi sem gert var við Orkuveitu Reykjavíkur þegar fyrirtækið eignaðist Hitaveitu Hveragerðis.

Eftirfarandi er af heimasíðu Gagnaveitu Reykjavíkur: http://gagnaveita.is/

Gagnaveita Reykjavíkur sér um að tengja og veita aðgang að Ljósleiðaranum en þjónustuaðilar veita þjónustu sína um hann sem tryggir virka samkeppni og fjölbreytt úrval þjónustu.

Ljósleiðarinn er ein tenging fyrir sjónvarp, síma og Internet og er öflugasta gagnasamband sem býðst heimilum hér á landi. Með Ljósleiðaranum færðu hröðustu nettengingu sem býðst, í fyrstu 100 Mb/s. Á næstu árum verður hraðinn aukinn í 1 Gb/s og meira eftir því sem markaðurinn kallar eftir því. Hraðinn er jafn í báðar áttir og margfaldur miðað við aðrar tengingar. Sjónvarp um ljósleiðara býður upp á útsendingar í bestu mögulegu myndgæðum, fjölda sjónvarpsrása, myndleigu, útsendingar í háskerpu og hægt er að hafa marga myndlykla.

Hér má sjá myndaband um möguleika ljósleiðarans: http://gagnaveita.is/Heimili/Myndband/

Lagning ljósleiðara er í fullum gangi.