Hálka og snjór

skrifað 03. jan 2013
Bylur í janúar 2012Bylur í janúar 2012

Undanfarna daga hefur ríkt hér sannkallað vetrarríki, þó það sé nú reyndar ekki mikið á mælikvarða íbúa annarra landsfjórðunga.

Snjómokstur er því miður þess eðlis að erfitt er að gera þar öllum til hæfis en óhætt er að segja að starfsmenn áhaldahúss hafa gert sitt besta.

Við aðstæður sem þessar þurfa allir að fara varlega, sýna tillitssemi í umferðinni og vera sérstaklega vel útbúnir til gönguferða í hálkunni. MInnt er á að mannbroddar eða göngugormar eru nauðsynlegir í færð eins og núna er.

Á þessari slóð má sjá hvernig skipulagi við snjómokstur er háttað

Salt og sandur

Íbúar geta fengið sand og salt í fötur á gámasvæðinu. Opið er virka daga frá kl. 16:00 til kl. 18:00 og laugardaga frá kl. 14:00 til kl. 18:00. Sunnudagar Lokað. Eingöngu er sett í fötur sem íbúar koma með með sér.

Guðmundur F. Baldursson Skipulags- og byggingafulltrúi