Hagsmunaskráning bæjarfulltrúa

skrifað 13. apr 2016
Bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar i vettvangsferð í rigningu ! Bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar i vettvangsferð í rigningu !

Skráning fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa var samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar árið 2014 og þann 13. júní 2015 voru reglur um skráninguna samþykktar og gerðar aðgengilegar á vef bæjarins.

Reglurnar má sjá hér.

Litið er á skráningu á hagsmunum kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ sem eðlilegt skref í þá átt að opna stjórnsýsluna enn frekar og auka þannig traust á störfum kjörinna fulltrúa.

Upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni bæjarfulltrúa má finna á heimasíðu bæjarins. Hagsmunaskráning bæjarfulltrúa.