Hafsteinn er íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2019

skrifað 30. des 2019
Hafsteinn Valdimarsson er íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2019.

Hafsteinn Valdimarsson,blakmaður, var valinn íþróttamaður Hveragerðisbæjar árið 2019.
Hafsteinn hefur stundað blak frá unga aldri.
Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki þegar það spilaði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í sumar og hefur verið mikilvægur leikmaður í landsliðinu undanfarin ár. Hann hefur spilað erlendis til margra ára, fyrst í Danmörku en núna er hann leikmaður franska liðsins Calais og er þar einn af burðarásum liðsins.


Veittar voru viðurkenningar fyrir frábæran árangur íþróttamanna sem búsettir eru í Hveragerði á athöfn sem haldin var í Listasafni Árnesinga milli jóla og nýárs.

Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningar fyrir afrek sín á árinu, Íslandsmeistaratitil eða landsliðsverkefni:
* Margrét Guanbing Hu, Íslandsmeistari í badminton, tvíliðaleik unglinga
* Úlfur Þórhallsson, Íslandsmeistari í badminton, einliðaleik snáða
* Björn Ásgeir Ásgeirsson, landsliðsmaður í körfuknattleik U20 ára
* Úlfar Andrésson, landsliðsmaður í íshokký
* Hafsteinn Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki
* Kristján Valdimarsson, landsliðsmaður í blaki

Reglur Hveragerðisbæja um viðurkenningar til íþróttamanna gera ráð fyrir að aðeins séu veittar viðurkenningar til íþróttamanna sem stunda grein innan vébanda ÍSÍ. Í ár var aðeins breytt út af vananum og Björgvini Karli Guðmundssyni veitt viðrkenning fyrir sinn árangur í Crossfit. Björgvin Karl, lenti í 3 sæti á heimsmeistaramóti í Crossfit, sigraði einnig Reykjavik Crossfit Championship í apríl síðastliðinn og hefur einnig átt frábæran árangur í keppnum erlendis.

Sjö einstaklingar hlutu tilnefningu til íþróttamanns Hveragerðis þetta árið og voru eftirfarandi:
* Bjarki Rúnar Jónínuson, Knattspyrnumaður
* Björn Ásgeir Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður
* Erlingur Arthúrsson, golfmaður
* Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður
* Margrét Guanbing Hu, badmintonmaður
* Rakel Hlynsdóttir, lyftingamaður
* Úlfar Jón Andrésson, íshokkýmaður.

Að þessu sinni var það svo Hafsteinn Valdimarsson sem valinn var íþróttamaður Hveragerðisbæjar árið 2019.

Hafsteinn var fyrirliði íslenska landsliðsins þegar það spilaði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í sumar. Hann er einnig leikmaður í franska liðinu Calais og er þar einn af burðarásum liðsins.

Hveragerðisbær óskar öllu þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með árangurinn á árinu.

Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjóri

Björgvin Karl Guðmundsson fékk sérstaka viðurkenninur á hófinu fyrir glæsileg afrek á árinu. Fjölmargir efnilegir íþróttamenn búa í Hveragerði og voru þeir fremstu heiðraðir á athöfninni.