Grænfáninn í þriðja sinn í Grunnskólann

skrifað 04. mar 2016
Græn fáninnGræn fáninn

Grunnskólinn í Hveragerði hefur á undaförnum árum tekið þátt í verkefninu Skólar á grænni grein á vegum Landverndar. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Það var með mikilli gleði sem 1. bekkingar tóku á móti Grænfánanum í þriðja sinn sem tákn um áframhaldandi vinnu í umhverfismálum.