Gleðilegt nýár 2013

skrifað 30. des 2012
Nú árið er liðið í aldanna skaut ...Nú árið er liðið í aldanna skaut ...

Um leið og minnt er á áramótabrennuna undir Kömbum, í Þverbrekkum, á gamlárskvöld kl. 20:30 óskum við ykkur öllum gleðilegs nýárs um leið og þakkað er fyrir ánægjulegar samverustundir og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Við brennuna verður venju samkvæmt glæsileg flugeldasýning á vegum Hjálparsveitar skáta.

Ennfremur er rétt að geta þess að hátíðarguðsþjónusta verður í Hveragerðiskirkju kl. 17. Vinsamlegast athugið breyttan tíma.

AH