Gervigrasinu skipt út fyrir nýtt og betra

skrifað 17. okt 2016
Unnið að lagningu gervigrassinsUnnið að lagningu gervigrassins

Undanfarið hafa starfsmenn fyrirtækisins Altis ehf unnið að því að skipta út gervigrasinu á sparkvellinum við grunnskólann en eldra gras var bæði orðið lélegt en einnig var það með svart gúmmí í fyllingu sem æskilegt var talið að losna við. Bæjarstjórn tók ákvörðun um að bregðast strax við þeirri umræðu sem spannst um svarta gúmmíkurlið og setti endurnýjun gervigrassins á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og nú er sú endurnýjun orðin staðreynd. Er hið nýja gras af nýrri kynslóð, í því er ekkert gúmmíkurl en í stað þess liggur mýktin í undirlaginu sem er af sérstakri gerð.

Kostnaður við endurnýjun á gervigrasinu við grunnskólann nemur um 5 mkr.

Rétt er að vekja athygli á því að í Hamarshöllinni er notuð önnur tegund af kurli sem uppfyllir kröfur um gæði.

Á myndunum má sjá þá Einar Finnsson og Arnar Stefánsson frá Altis.

Einar og Arnar frá Altis ehf