Gatna- og stígagerð sumarsins er hafin

skrifað 09. apr 2014
Stígagerð milli Valsheiðar, Arnarheiðar og Lyngheiðar. Stígagerð milli Valsheiðar, Arnarheiðar og Lyngheiðar.

Nýlega var skrifað undir verksamning við jarðvinnuverktakann Arnon ehf. frá Hveragerði, um gatna og göngustígagerð.

Verktakinn endurnýjar lagnir og leggur bundið slitlag á akbrautir og gangstéttar í Bröttuhlíð og Þverhlíð. Einnig endurnýjar hann göngustíg og girðingar um Drullusundið, sem er á milli Hveramerkur og Bláskóga og leggur nýja göngustíga á opnu svæði við Valsheiði, Lyngheiði og Arnarheiði.

Verkið er nú þegar hafið eins og meðfylgjandi myndir sýna en þar má sjá verktakann Guðmund Sigfússon og Sigurð Kristófersson vélamann, við göngustígagerð.

Framkvæmdir í Bröttuhlíð og Þverhlíð hefjast svo eftir páskana. Íbúar við þessar götur verða upplýstir um framgang verksins í tölvupósti.

Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í september.

Stígagerð milli Valsheiðar, Arnarheiðar og Lyngheiðar. Guðmundur Arnar Sigfússon fylgist með framvindu verksins.