Gatnagerð í Bröttuhlíð hafin

skrifað 28. apr 2014
Gatnagerð í BröttuhlíðGatnagerð í Bröttuhlíð

Hafnar eru framkvæmdir við lagningu malbiks og frágang Bröttuhlíðar en verktakinn hefst handa í vestasta hluta götunnar og fetar sig síðan innar í götuna eftir því sem verkinu vindur fram. Eru íbúar vel upplýstir um alla verkþætti en spurningum varðandi verkið skal beina til Guðmundar F. Baldurssonar, skipulags- og byggingafulltrúa.

Að þessari framkvæmd lokinni verður frágangi íbúðagatna að mestu lokið en eftir er að malbika botnlanga í Heiðmörk og götustubb neðan við Sundlaugina Laugaskarð. Vonast er til að því verki verði lokið jafnvel strax á næsta ári.

Á meðfylgjandi myndum má sjá verktakann Guðmund Arnar Sigfússon ásamt mönnum sínum á verkstað.

Gatnagerð í BröttuhlíðGatnagerð í Bröttuhlíð