Gangasöngur í Grunnskólanum

skrifað 18. des 2012
Kennarahljómsveitin spilaði undir skv. hefð.  Þar fer Guðjón skólastjóri fremstur í flokki.  Ennig sjást þeir Sævar og Heimir á myndinni. Kennarahljómsveitin spilaði undir skv. hefð. Þar fer Guðjón skólastjóri fremstur í flokki. Ennig sjást þeir Sævar og Heimir á myndinni.

Hinn árlegi opni gangasöngur fór fram í Grunnskólanum hér í Hveragerði síðastliðinn föstudag. Þá gátu gestir og gangandi heimsótt skólann og tekið þátt í söngnum með nemendum og starfsfólki. Það var virkilega gaman að sjá hversu margir gáfu sér tíma til þess að koma í skólann og eiga þar notalega stund. Jólalögin voru sungin hástöfum og svo var gestunum boðið upp á kakó og piparkökur í lokin.

Öllum þeim sem litu við í heimsókn er þakkað kærlega fyrir komuna.

Myndirnar sem hér fylgja eru teknar af Hallgrími Óskarssyni og þökkum við kærlega fyrir afnotin af þeim.

Fjöldi foreldra og forráðamanna mætti í skólann svo miðrýmið var fullskipað.