Garðyrkju- og atvinnulóðir til umræðu

skrifað 23. nóv 2015
Gróðurhús í vetrarbúningi.  

Myndina tók Ármann Ægir Magnússon.Gróðurhús í vetrarbúningi. Myndina tók Ármann Ægir Magnússon.

Bæjarráð fjallaði um möguleika til atvinnuuppbyggingar á síðasta fundi sínum. Þónokkrar atvinnulóðir eru lausar til umsóknar og þar á meðal eru um 15.000 m2 sem skilgreindir eru sem gróðurhúsalóðir. Stórt svæði fyrir neðan Suðurlandsveg hefur einnig verið skipulagt sem atvinnusvæði.

Skipulags- og byggingafulltrúi mætti á fund bæjarráðs þann 19. nóvember sl. og kynnti möguleika til atvinnuuppbyggingar á lausum lóðum í Hveragerði.

Um er að ræða eftirtaldar lóðir í miðbæ Hveragerðis eða austan Breiðumerkur:
Mánamörk 1 - 1.656,6 m2
Mánamörk 7 - 2.076 m2

Eftirtaldar lóðir fyrir gróðurhús eru lausar til umsóknar:
Gróðurmörk 3 - 4.780 m2
Gróðurmörk 7 - 4.947,3 m2
Gróðurmörk 7a - 1.899,4 m2
Gróðurmörk 9 - 4.779,5 m2

Ennfremur ræddi bæjarráð þá möguleika sem felast í atvinnusvæði neðan við Suðurlandsveg en þar hefur verið deildskipulagt svæði fyrir stórar athafnalóðir þar sem möguleiki er á að stærri fyrirtæki geti komið sér vel fyrir.

Í kjölfar umræðu á fundinum var eftirfarandi samþykkt samhljóða: Bæjarráð samþykkir að að boða til fundar með hagsmunaaðilum í garðyrkju til að fara yfir hvað Hveragerðisbær geti gert til að efla stöðu greinarinnar í bæjarfélaginu.

Aldís Hafsteinsdóttir
bæjarstjóri

Meðfylgjandi mynd af gróðurhúsu í vetrarbúningi tók Ármann Ægir Magnússon.