Frístundastyrkir í Hveragerði

skrifað 04. feb 2016
Hægt er að nýta frístundastyrkinn til hinna ýmsu námskeiða. Hægt er að nýta frístundastyrkinn til hinna ýmsu námskeiða.

Þegar greiðslu frístundastyrkja fyrir árið 2015 lauk þann 1. febrúar 2016 hafði 201 aðili fengið greiddan styrk. Er þar um að ræða 35% barna og ungmenna í Hveragerði. Heildargreiðslur í frístundatyrk námu því kr. 2.389.900.-

Hveragerðisbær tók upp greiðslur frístundastyrkja árið 2015. Frístundastyrki geta allir á aldrinum 0-18 ára með lögheimili í Hveragerði fengið gegn framvísun kvittunar um greiðslu fyrir skipulagt starf, kennslu eða þjálfun af viðurkenndum aðila.

Á árinu 2015 var greitt að hámarki kr. 12.000.- en alls áttu 578 börn og ungmenni rétt á að fá frístundastyrk. Ef allir hefðu fengið greiddan hámarksstyrk hefði greiðsla ársins verið kr. 6.936.000.-

Þegar greiðslu styrkja fyrir árið 2015 lauk þann 1. febrúar 2016 hafði 201 aðili fengið greiddan styrk. Var því alls greitt kr. 2.389.900.-

Rétt er að geta þess að styrkirnir voru afar vel kynntir á samfélagsmiðlum, á heimasíðu bæjarins, með dreifibréfum og tölvupóstum til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í bæjarfélaginu.

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar hefur styrkurinn verið hækkaður í kr. 15.000,- fyrir árið 2016. Eru foreldrar og forráðamenn barna og ungmenna hvattir til að nýta sér styrkinn.

Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri