Friðartré gróðursett

skrifað 26. jún 2013
Friðarhlaupið í Hveragerði. Friðarhlaupið í Hveragerði.

Friðartré var gróðursett í Hveragerði síðastliðinn laugardag í tengslum við friðarhlaupið sem nú fer um landið. Fyrir valinu varð hengiaskur sem mun í framtíðinni mynda glæsilega trjákrónu sem notalegt verður að sitja undir. Bæjarstjóri boðaði að þar yrði síðar settur bekkur svo gestir geti notið friðar í garðinum. Það var Guðmundur Þór Guðjónsson, formaður bæjarráðs sem gróðursetti tréð með dyggri aðstoð viðstaddra.

Hlaupararnir mæta á svæðið. Friðarhlaupið kynnt. Það þurfti að grafa dágóða holu. Guðmundur Þór sá um erfiðsvinnuna. Þetta er að verða komið Hengiaskur á sínum stða.