Framkvæmdir hefjast við Hamarshöll
skrifað 08. mar 2019

Framkvæmdir munu hefjast við frágang bílaplans við Hamarshöllina á næstu dögum en samningur um framkvæmdina var undirritaður þann 8. mars s.l.
Það er fyrirtækið Arnon ehf, Guðmundur Sigfússon, sem sér um framkvæmdina en hún felst í jarðvegsskiptum, malbikun, lagningu gangstétta og uppsetningu lýsingar á hluta bílaplansins. Aron ehf var lægst í útboði þar sem tíu aðilar skiluðu tilboðum en fyrirtækið bauð kr. 32.526.423,- í verkið.
Að sögn verktaka mun hann hefjast handa innan skamms en verklok eru áætluð um miðjan júlí.
Á myndinni má sjá Guðmund Sigfússon, Jón Friðrik Matthíasson, bygginga- og mannvirkjafulltrúa Hveragerðisbæjar og Höskuld Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar.
Eldri fréttir
-
13. des 2019Bókun bæjarstjórnar Hveragerðis 12.desember 2019
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar