Framkvæmdir ganga vel við Hamarshöllina

skrifað 29. mar 2012
Sæmundar hugar að járnum í sökklunum. Sæmundar hugar að járnum í sökklunum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ganga framkvæmdir við undirstöður Hamarshallarinnar vel og er verkið á áætlun. Há grunnvatnsstaða gerði verktakanum lífið leitt í upphafi verksins en nú hafa aðstæður allar breyst til hins betra og er grunnvatnshæð nú undir yfirborði fyllingar undir sökkulfæti í skurðunum. Miðar verkinu vel áfram.

Það er Trésmiðja Sæmundar í Þorlákshöfn sem sér um framkvæmdina en á næstu þremur vikum er gert ráð fyrir að búið verði að steypa megnið af sökklum og að vinna við lagnir verði hafin.

Eins og sjá má eru sökklarnir engin smásmíði og járnabinding er mikil. Framkvæmdum miðar vel áfram. Aðstæður á verkstað hafa breyst til hins betra með batnandi veðri.