Fótboltagolf við Hótel Örk

skrifað 06. júl 2012
Fótboltagolf er skemmtilegt fjölskyldusport. Fótboltagolf er skemmtilegt fjölskyldusport.

Völlur fyrir fótbolta golf hefur verið opnaður við Hótel Örk. Skemmtilegur og líflegur leikur sem hentar öllum í fjölskyldunni.

Hefur þú farið í fótboltagolf ?

Leikurinn er einfaldur í framkvæmd. Leikmaður notar venjulegan fótbolta sem hann sparkar uns boltinn er kominn í holuna. Leikmenn fá skorkort og geta þannig fylgst með eigin frammistöðu sem og frammistöðu með spilara.

Hvað þarftu að gera til að spila leikinn ?

Völlurinn er á lóð Hótels Arkar. Í afgreiðslunni á hótelinu er gengið frá öllu, þú greiðir vallargjald sem er kr. 1.000,- færð bolta, skriffæri og skorkort. Einnig er hægt að hafa samband við Sveinbjörn s: 899-0452/ sveinki68@simnet.is til að bóka heimsókn á völlinn.

Það er eitt sem þarf alltaf að muna..... Hliðin sem eru á hverri braut..... þar þarf boltinn undantekningalaust að fara í gegn:)

Skóbúnaður þarf ekki að vera ,, sérútbúinn " Fatnaður eftir veðri...:)

Svo er ekkert annað að gera en að prófa.

Hér er tengill á heimasíðuna.

Myndin sýnir fótboltagolf erlendis :-)