Óskað er eftir forstöðumanni frístundaskóla og félagsmiðstöðvar

skrifað 16. ágú 2019
byrjar 01. sep 2019
 

Forstöðumaður frístundaskóla og félagsmiðstöðvar Óskað er eftir drífandi, hugmyndaríkum og ábyrgum einstaklingi til að leiða starf barna og unglinga í Hveragerði.

Starfsvið:

  • Yfirumsjón með starfsemi Bungubrekku, Bungubrekku
  • Þátttaka í stefnumótun til framtíðar í málaflokkum.
  • Forstöðumaður leiðir uppbyggingu og skipulagningu. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Í Bungubrekku er:

  • Frístundaheimili grunnskólans, Skólasels. Þar er veitt þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk eftir að skóla lýkur á daginn. Hlutverk frístundaskólans er að skapa yngstu nemendum grunnskólans tryggan samverustað eftir að skóla lýkur.
  • Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól. Þar er boðið upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára í frítíma þeirra. Lögð er áhersla á að ná til sem flestra og bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni.
  • Íþrótta- ogævintýranámskeið. Á sumrin er boðið upp á heilsdagsnámskeið fyrir 5-11 ára börn þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, sköpun og útiveru.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði,uppeldismenntun eða sambærilega menntun. Reynsla af stjórnun er æskileg, en reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er skilyrði auk almennrar tölvukunnáttu.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk. Gengið verður frá ráðningum fljótlega, Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.11-13.

Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar www.stra.is

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2.mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.