Fjölmargir "Gengu saman" á sunnudag

skrifað 14. maí 2012
Marianne Nielsen og Erna Ingvarsdóttir leiddu gönguna og skiplögðu en Fríða Margrét dóttir Ernu er hér glaðbeitt í forystu.Marianne Nielsen og Erna Ingvarsdóttir leiddu gönguna og skiplögðu en Fríða Margrét dóttir Ernu er hér glaðbeitt í forystu.

Þrátt fyrir strekkingsvind víða um land voru þeir fjölmörgu sem tóku þátt í göngu á vegum "Göngum saman" hópsins ánægðir með að Reykjafjallið skýldi fyrir verstu norðanáttinni þegar gengið var hér í Hveragerði á sunnudaginn síðasta.

Göngumenn voru frá Hveragerði, Selfossi og Reykjavík og góð stemning myndaðist í hópnum. Bolir, buff og aðrir hlutir merktir Göngum saman runnu út og á eftir var öllum boðið ókeypis í sund í Laugaskarði.

Eftirfarandi er að heimasíðu "Göngum saman" hópsins:

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins sem styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum, fylgist með tilkynningum um stað og stund á heimasíðunni

Erna Ingvars, Marianne Nielsen sáu um skipulag göngunnar og fóru fyrir hópnum. Gengið í átt að Heilsustofnun.