Ferðamálastjóri á ferð

skrifað 14. okt 2012
Starfsfólk Ferðamálastofu ásamt Ólöfu Ýr Atladóttur, ferðamálastjóra. Starfsfólk Ferðamálastofu ásamt Ólöfu Ýr Atladóttur, ferðamálastjóra.

Starfsfólk Ferðamálastofu gerði víðreist síðastliðinn föstudag og heimsótti meðal annars Hveragerði. Var tekið á móti hópnum í Hveragarðinum þar sem Sigurdís fræddi viðstadda um svæðið og ferðamál í Hveragerði almennt.

Ferðinni var síðan heitið áfram til Vestmannaeyja þar sem hópsins beið skipulögð dagskrá.

Ferðamálastjóri, Ólöf Ýr Atladóttir, var með í för og er hún fyrir miðjum hópnum en þó nokkrir í honum skörtuðu bleiku í tilefni dagsins.