Fegurstu garðarnir 2016
Viðurkenningar fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar árið 2016 voru afhentar á Blómum í bæ. Fegurstu garðar ársins 2016 eru: Brattahlíð 7, Hveramörk 12 og Kambahraun 38.
Viðurkenningar fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar árið 2016 voru afhentar á Blómum í bæ. Garðarnir sem valdir voru þetta árið eiga það sameiginlegt að vera allt gamlir og grónir garðar.
Brattahlíð 7 í eigu hjónanna Hólmfríðar G Magnúsdóttur og Örlygs Atla Guðmundssonar. Garðurinn er gamall og gróinn en þar hafa þau hjónin lyft grettistaki í fegrun garðsins og má segja að hann sé afar rómantískur, með samblandi af sönggryfju, hengirúmi og fallegum gróðri. Hjónin hafa nýtt þau tré sem felld hafa verið í húsgögn og grindverk sem vekur athygli og er gaman að skoða hvernig hægt er að nýta allt sem til fellur í garðvinnunni.
Hveramörk 12 sem er í eigu hjónanna Fjólu Ólafsdóttur og Skarphéðins Jóhannessonar er gamall og gróinn garður sem er sérlega fallegur og vel við haldið. Hjónin hafa verið natin í garðinum og hafa áður fengið verðlaun fyrir fegursta garð bæjarins. Í garðinum eru bæði grenitré og hlynur sem eru líklega komin áttræðisaldur. Mikið plöntusafn er í garðinum sem gaman er að skoða.
Kambahraun 38 er í eigu hjónanna Guðlaugar Birgisdóttur og Sigurjóns Guðbjörnssonar. Garðurinn er gróinn og samanstendur af bæði fjölbreyttu fjölæringasafni og ræktun á matjurtum. Það sem vakti sérstaka athygli að öðru ólöstuðu var hin dökkbláa Blásól sem greip augað um leið og litið var inn í garðinn. Það má sjá að þau hjónin eru samhent í garðvinnunni og rækta garðinn sinn af alúð.
Allir garðarnir voru opnir gestum á Blómum í bæ. Heimsótti fjöldi manns verðlaunahafana og þáði kaffi og aðrar veitingar í görðunum.
fleiri fréttir
-
18. feb 2019Fjölsóttur foreldrafundur
-
05. feb 2019Leikfélag Hveragerðis
-
04. feb 2019Loksins komið skautasvell
-
30. jan 2019Ánægja íbúa mest í Hveragerði
-
29. jan 2019Sýningin Huglæg rými í Listasafn Árnesinga
-
25. jan 2019Vinningshafar í jólagluggaleiknum
-
24. jan 2019Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu
-
24. jan 2019Flokkun úrgangs er forgangsmál
-
21. jan 2019Lífshlaupið 6. feb 2019
-
09. jan 2019Fréttatilkynning frá Sorpstöð Suðurlands