Fegurstu garðarnir 2012

skrifað 21. jún 2012
Fjóla_Blóm í bæ 25 - 27 júní 2010-22Fjóla_Blóm í bæ 25 - 27 júní 2010-22

Val á fegurstu görðum í Hveragerði sumarið 2012 fór fram á fundi bæjarráðs þann 21. júní 2012.

Kallað var eftir ábendingum frá bæjarbúum um fallega garða og urðu viðbrögðin framar vonum. Bæjarráð fór síðan í skoðunarferð og valdi fegurstu garðana sumarið 2012. Greinilegt er að margir leggja mikla vinnu í garða sína og var erfitt að gera upp á milli þeirra garða sem tilnefndir voru.

Eftirtaldir garðaeigendur hljóta viðurkenningu fyrir fallegan garð árið 2012:

Elísa Símonardóttir og Árni Helgason, Borgarhrauni 24. Kristján Jónsson og Krístín Ólafsdóttir, Kambahrauni 11. Gerður Janusdóttir og Gylfi Helgason, Kjarrheiði 5.

Viðurkenningarnar verða afhentar á laugardaginn næstkomandi kl. 14.
Verðlaunagarðarnir verða til sýnis sunnudaginn 24. júní milli kl. 16 og 18.

Íbúar og gestir eru hvattir til að láta ekki garðaskoðunina framhjá sér fara en þar gefst einstakt tækifæri til að skoða glæsilega garða sem mikil elja og natni hefur greinilega farið í að gera jafn vel úr garði og raun er á.

Verðlaunahöfum er óskað innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Bæjarstjóri