Fegurstu garðar Hveragerðis 2015

skrifað 26. jún 2015
Úr verðlaunagarði Péturs og Áslaugar árið 2014.Úr verðlaunagarði Péturs og Áslaugar árið 2014.

Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar árið 2015 hafa verið valdir og verða þeir til sýnis sunnudaginn 27. júní milli kl. 15:30 og 18:00. Viðurkenningar verða afhentar á sviði í Lystigarðinum laugardaginn 26. júní kl. 15.

++++++++

Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar árið 2015 hafa verið valdir og verða þeir til sýnis sunnudaginn 27. júní milli kl. 15:30 og 18:00

Eftirtaldir fá viðurkenningu Umhverfisnefndar í ár:

Kambahraun 23 í eigu hjónanna Hugrúnar Ólafsdóttur og Jónasar Páls Birgissonar. Hugrún og Jónas fengu verðlaun fyrir miklar endurbætur á grónum garði árið 2006. Á þessum árum sem liðin eru hafa hjónin haldið áfram að rækta garðinn sinn og í dag má segja að hann sé orðinn sannkallaður glæsigarður. Garðurinn er vel skipulagður og mjög snyrtilegur með plöntuúrvali, fallegri hellulögn og skemmtilegu tréverki.

Laufskógar 5 í eigu hjónanna Mariu Pisani og Guðmundar Bjarnasonar Baldurssonar er hús í grónu gömlu hverfi og þegar þau fluttu í húsið fyrir mörgum árum síðan þurfti mikið að gera við þennan stóra garð Þau hafa lyft grettistaki í garðavinnu sinnu og uppskera nú viðurkenningu fyrir einn fegursta garð Hveragerðisbæjar.

Raðhúsalengjan Arnarheiði 20 – 24. Er þetta í fyrsta skipti sem allir garðar í raðhúsi hafa verið valdir sem fegurstu garðar Hveragerðis.
Arnarheiði 20. Eigendur eru hjónin Guðlaug M Christensen og Óskar Arnar Hilmarsson.
Arnarheiði 22. Eigendur eru hjónin Rannveig Ingvadóttir og Ian Wilkinson.
Arnarheiði 24. Eigendur eru hjónin Hallfríður Ólöf Haraldsdóttir og Pétur Ottósson.

Garðarnir þrír eru allir afar snyrtilegir og fallegir. Það er sérlega gaman að sjá þegar eigendur heillar raðhúsalengju eru svo samhentir í að gera umhverfi sitt fegurra sér sjálfum og nágrönnum til gleði og er það til reglulegrar fyrirmyndar.

Hveragerðisbær óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenninguna.